

Það er ný vonarstjarna mætt til liðs Aalesund í Noregi þar sem nokkrir Íslendingar spila.
Um er að ræða framherjann Niklas Castro en hann er frá Síle en er þó fæddur og uppalinn í Noregi.
Castro er 23 ára gamall og hefur skorað 16 mörk í 22 leikjum fyrir Aalesund á þessari leiktíð.
Aalesund spilar í norsku B-deildinni en stefnir að því að komast upp um deild á þessu ári.
Castro fékk ótrúlegar fréttir í gær en hann hefur nú verið kallaður í landsliðshóp Síle í fyrsta sinn.
Þar mun Castro spila með stórstjörnum á borð við Alexis Sanchez sem er frábær árangur.
Castro var áður á mála hjá Valerange en fékk fá tækifæri þar. Hann fór síðar til Kongsvinger og svo Aalesund.
Þrír Íslendingar spilar með Aalesund, þeir Davíð Kristján Ólafsson, Aron Elís Þrándarson og Hólmbert Aron Friðjónsson
Herregud? https://t.co/4YBvxVk33G
— Niklas Castro (@NiklasCastro) 3 October 2019