Hörður Björgvin Magnússon spilaði með liði CSKA Moskvu í kvöld sem lék gegn Espanyol.
Um var að ræða leik í Evrópudeildinni en Espanyol vann góðan 2-0 útisigur í Rússlandi.
Nú er komið í ljós að Hörður er meiddur en hann yfirgaf völlinn á hækjum í kvöld sem er áhyggjuefni.
Hörður meiddist undir lok leiksins í kvöld en hann kom svo aftur inná og kláraði viðureignina.
Það eru líkur á að Hörður verði ekki klár þegar íslenska landsliðið spilar leiki í undankeppni EM seinna í mánuðinum.
Hér má sjá myndband af Herði á hækjum í kvöld.
Ой-ой… Магнуссон хромает, с костылем. Сказал, все вопросы завтра pic.twitter.com/SA2yNOdQ2A
— Павел Гуревич (@pavelgurevich13) 3 October 2019