Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur áhyggjur af stöðu framherjans Olivier Giroud.
Giroud spilar reglulega með franska landsliðinu en fær lítið sem ekkert að sprikla með Chelsea.
Frank Lampard, stjóri Chelsea, fékk greiða hjá Deschamps í síðasta mánuði er hann ákvað að gefa N’Golo Kante frí í landsliðsverkefni.
Deschamps gæti beðið Lampard um svipaðan greiða en hann vill að Giroud fái að spila meira.
,,Lampard bað mig um að velja Kante ekki í síðasta verkefni,“ sagði Deschamps.
,,Ef það er ennþá þannig þá mun ég hringja í hann seinna og segja honum að það væri gaman ef hann gæti notað Giroud aðeins!“