Manchester United var langt frá því að vera sannfærandi í kvöld í leik gegn AZ Alkmaar.
United heimsótti AZ í Hollandi en leikið var á gervigrasi og lauk leiknum með markalausu jafntefli.
Heimamenn í AZ voru líklegri til að skora í viðureigninni en United tókst ekki að eiga skot á mark.
Það er í fyrsta sinn í sögunni sem United tekst ekki að hitta markið í Evrópudeildinni sem er áhyggjuefni.
United hefur nú heldur ekki unnið útileik í tíu leikjum í röð en sem er versti árangurinn frá árinu 1989.
United hefur tapað sex af þessum tíu leikjum og fjórir af þeim hafa endað með jafntefli.
10 – Manchester United have failed to win any of their last 10 away matches across all competitions (D4 L6) – they last went on a longer winless run on the road between February and September 1989 (run of 11). Worrying. pic.twitter.com/doznd0WEp9
— OptaJoe (@OptaJoe) 3 October 2019
0 – Manchester United have failed to have a shot on target in a UEFA Europa League game for the first time in their history (25 games). Blunt. pic.twitter.com/f3ADg6Qow6
— OptaJoe (@OptaJoe) 3 October 2019