Það var einn leikmaður Manchester United sem fékk að heyra það í kvöld eftir leik við AZ Alkmaar.
Þeir Owen Hargreaves og Michael Owen fjölluðu um markalaust jafntefli United í Evrópudeildinni.
Þar fékk miðjumaðurinn Fred að heyra það en hann var arfaslakur á miðju liðsins í leiknum.
,,Það skiptir engu máli hvar þú spilar, þú hefur aldrei efni á því að missa boltann svona oft,“ sagði Hargreaves.
,,Ég tel að það sé mjög góður leikmaður í honum en ég veit ekki af hverju við fáum að sjá þessa hlið. Hjá Shakhtar spilaði hann frábæra leiki og þess vegna hafði Manchester City áhuga.“
Owen er á sama máli og nafni sinn og telur að Fred sé ekki mikið meira en meðalleikmaður.
,,Hann er bara miðlungsleikmaður er það ekki? Það er niðurstaðan. Hvað annað er hægt að segja?“ sagði Owen.
,,Um leið og þú byrjar að rífast um hann þá hugsarðu, er hann svo góður?“