Paul Pogba, leikmaður Manchester United, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla.
Þetta staðfesti Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands en Pogba var ekki valinn í landsliðshópinn í dag.
Pogba er að glíma við ökklameiðsli en hann meiddist upphaflega í leik gegn Southampton í lok ágúst.
Hann sneri svo aftur í leik við Rochdale í enska deildarbikarnum og spilaði 90 mínútur gegn Arsenal um helgina.
Frakkinn verður frá keppni næstu þrjár vikurnar og missir því af þeim gegn Liverpool þann 20. ágúst.