Það er ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur tapað eins mörgum leikjum og Tottenham árið 2019.
Þetta kemur fram í tölfræði sem var birt í kvöld en Tottenham hefur tapað 16 leikjum á þessu ári.
Það er það sama og lið Brighton sem berst fyrir lífinu sínu í deildinni og rétt slapp við fallk á síðustu leiktíð.
Manchester City hefur tapað fæstum leikjum á árinu eða þrem talsins sem er frábær árangur.
Sheffield United hefur þá einnig aðeins tapað sex leikjum eftir glimrandi tímabil í Championship-deildinni.
Þetta má sjá hér.