Antionio Conte, stjóri Inter Milan, var hundfúll í gær eftir tap gegn Barcelona í Meistaradeildinni.
Conte ásakaði dómara leiksins um að sýna Inter litla sem enga virðingu en liðið tapaði leiknum 2-1 á Spáni.
Conte reiddist á hliðarlínunni og í eitt skiptið þá fékk hann tiltal frá dómaranum.
,,Við áttum meira skilið. Ég er bitur því ég sá sumt gerast sem mér líkaði ekki við,“ sagði Conte.
,,Hvað sagði dómarinn við mig? Ekkert, hann gekk að mér og hótaði að senda mig af velli við næsta tækifæri.“
,,Dómararnir eru í treyju og á henni stendur ‘virðing’ það er það eina sem ég bið um.“
,,Þeir verða að sýna þeim virðingu sem koma hingað og reyna að gera betur en hitt liðið. Virðingin verður að koma frá báðum aðilum.“
—————–