fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Á Rúnar að taka við landsliðinu af Hamren?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. október 2019 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Ólafsson, fyrrum landsliðsþjálfari telur að Rúnar Kristinsson eigi að taka við íslenska landsliðinu. Þetta kom fram í Pepsi Max-mörkunum.

Erik Hamren hefur vegnað með ágætum í starfi eftir erfiða byrjun, verkefnin í október og nóvember skera úr um ágæti Hamren.

Rúnar varð Íslandsmeistari með KR í síðasta mánuði en þessi landsleikjahæsti leikmaður í sögu Íslands á að taka við landsliðinu, að mati Loga. Rúnar hafði verið orðaður við lið í Noregi, en er ekki á leið þangað. Logi vill hann til starfa í Laugardalnum.

„Breiddin og samkeppnin hefur skilað þeim þessu sem þeir hafa náð. Þekkjandi þessa menn og ef það á að fara með Rúnar eitthvað þá á að keyra hann niður í Laugardal og taka við landsliðinu. Það er mín skoðun,“ sagði Logi í þættinum.

„Þetta eru ekki stór orð heldur er þetta mín skoðun.“

Í huga Loga er Rúnar talsvert betri kostur en Hamren. „Ég er ekki í vafa um það en ég held að Rúnar myndi henta vel þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona var tölfræði Ekitike á síðustu leiktíð – Færist nær Liverpool

Svona var tölfræði Ekitike á síðustu leiktíð – Færist nær Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin – Er dýrasti leikmaður sögunnar

Arsenal staðfestir kaupin – Er dýrasti leikmaður sögunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool færist nær því að kaupa Ekitike

Liverpool færist nær því að kaupa Ekitike
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Samningnum rift í Tyrklandi og hann snýr líklega aftur til Englands

Samningnum rift í Tyrklandi og hann snýr líklega aftur til Englands
433Sport
Í gær

Annar vinstri bakvörður mögulega á leið til United

Annar vinstri bakvörður mögulega á leið til United
433Sport
Í gær

Fylkir staðfestir ráðningu á Arnari Grétarssyni

Fylkir staðfestir ráðningu á Arnari Grétarssyni