Þróttur hefur ákveðið að reka Þórhall Siggeirsson úr starfi sem þjálfara meistaraflokks karla.
Þróttur var hársbreidd frá því að falla úr 1. deildinni í sumar. Þar var Þórhallur við stýrið.
Þórhallur tók við liði Þróttar skömmu fyrir mót þegar Gunnlaugur Jónsson sagði óvænt upp störfum.
Yfirlýsing Þróttar:
Knattspyrnudeild Þróttar hefur tekið ákvörðun um að finna nýjan aðalþjálfara fyrir meistaraflokk karla hjá félaginu. Knattspyrnudeildin þakkar fráfarandi þjálfurum, þeim Þórhalli Siggeirssyni og Halldóri Geir Heiðarssyni, fyrir samstarfið, góða viðkynningu og framlag þeirra til fótboltans í Þrótti. Um leið óskar félagið þeim velfarnaðar í framtíðinni.