

Ben Bird, þoldi ekki Íslam og allt sem fylgdi trú múslima, hann segir sjálfur frá því að hann hafi í raun hatað fólk sem fylgdi þeirri trú.
Bird kveðst hins vegar hafa breytt um skoðun, hann sé nú múslimi og það sé Mohamed Salah, leikmanni Liverpool að þakka.
,,Mohamed Salah heillaði mig, ég er stuðningsmaður Nottingham Forrest. Ég ákvað að breyta um trú og gerast múslimi. Ég er sami maðurinn en ég heillaðist af Salah. Ég myndi elska að hitta hann,“ sagði Bird.
Vinir Bird áttu erfitt að trúa því að maður sem þoldi ekki múslima. ,,Vinir mínir trúa þessu varla, ég hef ekkert breyst. Hjarta mitt er á betri stað, ég er að reyna að breyta því hvernig ég haga mér á leikdegi. Venjulega er það barinn, veðmál og svo barinn aftur leik. Það er erfitt að breyta því, þetta er vani.“
,,Ég skammast mín fyrir fyrri skoðanir mínar á íslam, ég taldi að þetta væri slæmur kúltúr og að fólkið vildi ekki vera í samfélaginu okkar. Ég horfði alltaf á múslima sem fílinn í stofunni. Ég hataði múslima.“