

Albert Guðmundsson leikmaður AZ Alkmaar og íslenska landsiðsins, er fótbrotinn og þarf að fara undir hnífinn.
Bein í ökkla Albert brotnaði og verður framkvæmd aðgerð í Amsterdam, í næstu viku.
Albert verður frá í fjóra til fimm mánaða og verður því ekki leikfær fyrr en í febrúar.
Um mikið högg er að ræða fyrir Albert, hann fékk tækifæri í byrjunarliði AZ um síðustu helgi. Hann fór meiddur af velli eftir tæpan hálftíma.
Guðmundur Benediktsson, faðir Alberts greinir frá þessu á Twitter og setur mynd af grátandi kalli með.
Albert verður því ekki með í næstu verkefnum íslenska landsliðsins, þar hefur hann átt fast sæti.
— Gummi Ben (@GummiBen) October 3, 2019