

Liverpool fékk á sig þrjú mörk á Anfield í gær er liðið lék við Salzburg í Meistaradeild Evrópu. Það var svo sannarlega fjör í þeim leik en Liverpool komst í 3-0 áður en Salzburg jafnaði á ótrúlegan hátt.
Mohamed Salah tryggði Liverpool hins vegar 4-3 sigur í seinni hálfleik er hann gerði annað mark sitt í leiknum.
Erling Braut Håland, framherji Salzburg skoraði eitt marka liðsins og mögnuð frammistaða hans á þessu tímabili heldur áfram. Håland er aðeins 19 ára gamall en hefur komið að 23 mörkum í 11 leikjum á þessu tímabili.
Håland hefur skorað 18 mörk og lagt upp fimm, mögnuð frammistaða norska framherjans vekur áhuga stærstu liða Evrópu.
Tölfræði Håland:
Leikir: 11
Mörk: 18
Stoðsendingar: 5