Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Borussia Dortmund, hefur skotið föstum skotum á Pierre Emerick Aubameyang.
Aubameyang er fyrrum leikmaður Dortmund en hann var seldur til Arsenal fyrir 56 milljónir punda árið 2018.
Þar spilar Aubemeyang ekki í Meistaradeildinni og segir Watzke að framherjinn hafi elt peninganna.
,,Auðvitað er erfitt að halda leikmanni þegar upphæðin er svona há,“ sagði Watzke.
,,Sumir semja við félög vegna peninganna, þar sem þeir spila ekki í Meistaradeildinni í mörg ár.“
,,Aubameyang spilar vel fyrir Arsenal og getur örugglega brosað þegar hann sér heimabankann.“
,,Á miðvikudögum þá er hann hins vegar leiður þegar hann horfir á Meistaradeildina í sjónvarpinu.“