Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Mauricio Pochettino þurfi að taka ábyrgð hjá Tottenham.
Tottenham tapaði 7-2 heima gegn Bayern Munchen í gær en liðið áttust við í Meistaradeildinni.
Gengi Tottenham hefur ekki verið gott á tímabilinu og telur Ferdinand að það sé Pochettino sem þurfi að taka á þessu máli frekar en leikmenn.
,,Þetta er undir honum komið, hvernig hann tekur á þessu og hvernig hann fær liðið til að bregðast við,“ sagði Ferdinand.
,,Þetta eru risastór úrslit, að tapa með þessum mun gegn Bayern Munchen á heimavelli. Bayern er að ganga í gegnum breytingar og misstu mikla reynslu í sumar.“
,,Tottenham var rústað. Hann þarf að horfa í spegil og gera eitthvað í þessu.“