ÍATV mun sýna beint frá Evrópuleik 2. flokks karla á eftir. Hægt er að horfa á leikinn í beinni hérna að neðan. Leikurinn hefst klukkan 16:00.
Um er að ræða leik í Evrópukeppni en ÍA mætir þá FC Levadia frá Eistalandi.
Samkvæmt upplýsingum frá ÍATV stefnir í þeirra stærstu fótboltaútsendingu til þessa. Þrjár myndavélar, tveir útsendingastjórar og einn lýsandi munu leiða okkur í gegnum þennan stórviðburð í íþróttasögu Akraness.
Leikinn má sjá í beinni hér að neðan.