

Diletta Leotta, er íþróttafréttakona á Ítalíu og vekur athygli hvar sem hún kemur. Hún er mætt á alla stærstu leikina og er í beinni útsendingu.
Leotta virtist hafa ansi gaman af því um helgina þegar hún var beðinn um að bera á sér brjóstin. Stuðningsmenn Napoli sungu þá um það.
Leotta var mætt á leik Napoli og Brescia sem heimamenn unnu 2-1. ,,Beraðu á þér brjóstin fyrir strákana,“ sungu stuðningsmenn Napoli.
Leotta hló af þessu og varð ekki við beiðni stuðningsmanna, hún setti fingurinn niður. Hún ætlaði ekki að bera sig fyrir stuðningsmenn Napoli.
Þetta hefur vakið athygli en myndir af Leotta eru hér að neðan.

