fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Ronaldo greinir frá því hvað hann gerir til að hafa hinn fullkomna líkama

433
Miðvikudaginn 2. október 2019 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo er með vaxtarlag sem flesta karlmenn dreymir um að hafa, hann er massaður og varla með neina fitu á líkama sínum.

Ronaldo elskar að taka treyju sína af þegar hann er að spila, hann elskar að leyfa fólki að sjá þennan líkama sinn. Hann hefur sagt frá því hvernig hann fær þetta til að virka.

,,Lykilatriði er að hugsa gríðarlega vel um líkama sinn, æfa og taka endurhæfinguna alvarlega. Þú verður svo að borða rétt,“ sagði Ronaldo.

Hann viðurkenndi að hann fengi sér pizzu við og við. ,,Ég fæ mér stundum pizzu með syni mínum, annars væri lífið frekar leiðinlegt.“

Ronaldo fór í próf í fyrra sem sýndi fram á að líkami hans væri eins og á 23 ára einstaklingi en ekki 35 ára eins og Ronaldo er.

,,Ég tók ákvörðun þegar ég var 11 ára gamall, ég vissi að ég hefði hæfileika. Ég ákvað að æfa meira en aðrir. Ég fór að lauma mér út á kvöldin til að æfa.“

,,Það var alltaf talað um að ég væri svo grannur, núna horfir fólk ekki þannig á mig.“

Ronaldo hefur verið einn besti knattspyrnumaður í heimi síðustu 12 árin og virðist ekkert vera að gefa eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum
433Sport
Í gær

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“
433Sport
Í gær

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“
433Sport
Í gær

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum
433Sport
Í gær

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni