

Antoine Griezmann, leikmaður Barcelona, viðurkennir að hann tali ekki mikið við Lionel Messi.
Messi er kóngurinn hjá Barcelona en Griezmann kom til félagsins frá Atletico Madrid í sumar.
,,Hann er ekki einhver sem talar mikið og ég ekki heldur svo að ræða saman er erfitt,“ sagði Griezmann.
,,Við erum þó á réttri leið. Hann hefur verið meiddur og þá er erfitt að ná vel saman á vellinum og á æfingum.“
,,Við erum gott fólk og ég er hérna til að hjálpa öllum þeim sem spila hér.“