Nice í Frakklandi er búið að reka Lamine Diaby-Fadiga frá félaginu en þetta var staðfest í dag.
Diaby-Fadiga er efnilegur leikmaður og þótti vera einn sá besti í akademíu franska liðsins.
Þessi 18 ára gamli leikmaður gerði mistök á dögunum er hann stal 70 þúsund evra úri Kasper Dolberg.
Dolberg var liðsfélagi Diaby-Fadiga hjá Nice en hann hefur viðurkennt að hafa stolið úrinu.
Atvikið átti sér stað þann 16. september síðastliðinn og ákvað Nice í kjölfarið að reka strákinn.
Diaby-Fadiga er nú án félags en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað sjö leik fyrir aðallið Nice.