Matthías Guðmundsson og Jóhann Hreiðarsson halda áfram með 2 flokk karla hjá Val
Matthías Guðmundsson og Jóhann Hreiðarsson hafa skrifað undir nýjan samning sem þjálfarar 2 fl. karla í fótbolta til næstu 2ja ára.
Mikil fjölgun verður í flokknum þar sem margir efnilegir leikmenn eru að koma upp úr 3ja flokki félagsins.
2.flokkur karla lék í B deild og endaði í 5 sæti á nýliðnu tímabili.
Stefnan verður að gera betur og gera atlögu á að komast upp í A deildina að ári.