Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea, er mikill aðdáandi miðjumannsins Matteo Guendouzi.
Guendouzi er leikmaður Arsenal í dag en hann er 20 ára gamall og fær reglulega að spila.
Frakkinn spilaði með Arsenal gegn Manchester United í gær og var einn af betri mönnum vallarins.
Fabregas er mjög hrifinn af þessum unga leikmanni og telur að hann eigi framtíðina fyrir sér.
,,Maður verður að elska Guendouzi. Hann getur spilað vel eða ekki svo vel en hann er alltaf mættur þegar erfiðleikarnir eru til staðar,“ sagði Fabregas.
,,Hann á framtíð fyrir sér hjá Arsenal,“ bætti Fabregas við en Guendouzi lék í 1-1 jafntefli við Manchester United í gær.