Cristiano Ronaldo er 35 ára gamall en ætlar sér ekki að hætta í fótbolta á næstunni, hann elskar leikinn og er áfram að gera vel.
Ronaldo hefur átt magnaðan feril en hann hefur unnið titla á Englandi, Spáni og Ítalíu. Að ferli loknum ætlar hann að gerast kaupsýslumaður.
Hann er byrjaður að opna hótel víða um heim og þá er hann einnig með snyrtistofu í Madríd sem unnusta hans stýrir.
,,Ég elska ennþá fótbolta, ég elska að skemmta fólki og fólkið elskar Cristiano. Aldur er afstæður, þetta er bara hugarfar,“ sagði Ronaldo.
,,Ég hef notið þess að hugsa um lífið utan fótboltans síðustu fimm árin, hvað gerist á næstu árum?.“
,,Ég ætla að vera kaupsýslumaður að ferli loknum. Ég vil alltaf vera númer eitt, ég er með gott lið í kringum mig.“