Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, setur spurningamerki við VAR í kvöld eftir leik við Arsenal.
Solskjær og hans menn gerðu 1-1 jafntefli en Pierre-Emerick Aubameyang jafnaði fyrir Arsenal eftir að VAR hafði dæmt markið gilt.
Solskjær segir að sú ákvörðun hafi verið rétt en vill meina að sínir menn hafi átt skilið vítaspyrnu á sama tíma þegar boltinn fór í hönd leikmanns Arsenal í vítateignum.
,,Þetta var rétt ákvörðun hjá VAR [að gefa markið] en kannski hefðum við mátt fá vítaspyrnu líka?“ sagði Solskjær.
,,Mér leið eins og við gætum skorað undir lok leiksins því við sendum menn fram. Ég hef verið í sömu stöðu sem leikmaður en við lærum af þessu.“
,,Í byrjun seinni hálfleiks þá vorum við hægir af stað og ekki nógu lifandi. Arsenal var líklegra liðið þar til þeir jöfnuðu.“
,,Hversu oft höfum við verið 1-0 yfir og skorum ekki annað markið? Þetta var mikill lærdómur fyrir okkur og við munum taka réttar ákvarðanir.“