Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, var í dag beðinn um að velja sitt draumalið skipað leikmönnum Arsenal og Manchester United.
Þessi tvö lið áttust einmitt við í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli á Old Trafford.
Scott McTominay skoraði fyrsta mark leiksins fyrir United áður en Pierre-Emerick Aubameyang jafnaði metin.
Carragher gat ekki valið félaga sinn Gary Neville í liðið en þeir starfa saman hjá Sky Sports.
Aðeins einn hægri bakvörður kom til greina hjá Carragher sem er Dennis Irwin, fyrrum leikmaður United.
Hér má sjá liðið.