Manchester United 1-1 Arsenal
1-0 Scott McTominay(45′)
1-1 Pierre-Emerick Aubameyang(58′)
Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er lið Arsenal heimsótti Manchester United.
Það var boðið upp á fínasta leik á Old Trafford en bæði lið þurftu þó að sætta sig við stig.
Fyrsta mark leiksins skoraði Scott McTominay fyrir United í fyrri hálfleik með frábæru skoti sem Bernd Leno réð ekki við.
Staðan var 1-0 eftir fyrri hálfleikinn en í þeim síðari jafnaði Pierre-Emerick Aubameyang metin fyrir Arsenal.
Mark Aubameyang var upphaflega flautað af vegna rangstöðu en VAR kom til bjargar og fékk það að standa.
Bæði lið fengu ágætis færi til að bæta við mörkum en fleiri urðu þau ekki og lokastaðan, 1-1.