Stuðningsmenn Arsenal eru brjálaðir út í fyrirliða sinn Granit Xhaka þessa stundina.
Xhaka spilar með Arsenal gegn Manchester United þessa stundina en staðan er 1-0 fyrir United.
Scott McTominay skoraði eina mark fyrri hálfleiks með frábæru skoti fyrir utan teig.
Xhaka hefði getað komið í veg fyrir markið en hann ákvað að beygja sig niður og endaði boltinn í netinu.
Ekki gáfaðasta ákvörðun Xhaka á ferlinum eins og má sjá hér.