Jamie Vardy, leikmaður Leicester City, er nú búinn að skora 85 mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Vardy er líklega mikilvægasti leikmaður Leicester en hann skoraði þessi 85 mörk í aðeins 183 leikjum.
Englendingurinn er með betra markahlutfall á Englandi en Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmaður Manchester United.
Ronaldo kom til United sem táningur en hann skoraði svo 84 mörk í 196 deildarleikjum.
Vardy náði að skora fleiri mörk í færri leikjum sem er ansi góður árangur fyrir leikmann sem var í neðri deildunum fyrir nokkrum árum.
Vardy bætti met Ronaldo um helgina er hann skoraði tvennu í öruggum sigri á Newcastle.