Ike Ugbo er nafn sem einhverjir kannast við en hann er á mála hjá Chelsea í Englandi.
Ugbo er 21 árs gamall Englendingur en hann spilar með Roda JC í Hollandi á láni þessa stundina.
Roda er í töluverðum fjárhagsvandræðum en Ugbo er á háum launum og fær 38 þúsund pund á viku.
Hann þénar tíu sinnum meira en næst launahæsti leikmaður liðsins en Roda borgar þó ekki öll launin hans.
Roda ákvað að fara nýja leið í þessu og sleppa því að borga Ugbo launin og frekar dreifa peningnum á alla aðra leikmenn.
Það var Mauricio Garcia de la Vega sem tók þessa ákvörðun en hann er viðskiptamaður og á hlut í félaginu.
Þessi vinnubrögð eru að sjálfsögðu óásættanleg en Ugbo hefur ekki fengið borgað í þessum mánuði.
38 þúsund pundunum var frekar dreift á aðra leikmenn liðsins og eru flestir aðrir búnir að fá borgað.
Mexíkaninn er alls ekki vinsæll hjá hollenska félaginu og vilja stuðningsmenn sjá hann fara og það strax.