Það er óhætt að segja að það hafi ekkert gengið hjá liði AC Milan á þessari leiktíð.
Marco Giampaolo, stjóri liðsins, er strax undir mikilli pressu eftir hörmulega byrjun á tímabilinu.
Milan hefur ekki byrjað eins illa í 81 ár en liðið hefur tapað fjórum af fyrstu sex leikjum sínum.
Milan varð fyrir skell um helgina er liðið mætti Fiorentina og tapaði 3-1 á heimavelli.
Milan er aðeins með sex stig eftir fyrstu sex umferðirnar sem er versti árangur liðsins síðan 1931.
Stuðningsmenn liðsins eru þegar búnir að fá nóg og vilja sjá Giampaolo fá sparkið og það strax.