Christian Benteke, leikmaður Crystal Palace, telur að hann gæti gert góða hluti í fremstu víglínu Liverpool.
Benteke var seldur frá Liverpool árið 2016 en Palace borgaði 32 milljónir punda fyrir sóknarmanninn.
Belginn telur að hann geti vel spilað fyrir Liverpool en Jurgen Klopp vildi ekki nota hann.
,,Já, það er auðvelt að tala um það núna því ég spila með Palace og þeir spila með Liverpool,“ sagði Benteke.
,,Þegar þú æfir á hverjum degi með sömu leikmönnunum og stjórinn trúir á þig þá er það auðveldara.“
,,Fólk segir að ég sé að afsaka mig en allir vita að það voru breytingar í gangi hjá félaginu þegar ég var þar.“