fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Yfirlýsing frá Gróttu vegna Óskars: ,,Ekkert hefur breyst í þeirra málum gagnvart félaginu síðustu daga“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. september 2019 19:55

Stuðningsmenn Gróttu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn knattspyrnufélags Gróttu sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna þjálfarans Óskars Hrafns þorvaldssonar.

Óskar er sterklega orðaður við Breiðablik þessa stundina en hann kom Gróttu upp í efstu deild í sumar.

Óskar hefur náð mögnuðum árangri með Gróttu liðið og er óvíst hvort hann verði áfram.

Það er hins vegar ekki rétt að Óskar sé búinn að skrifa undir hjá Blikum eins og kemur fram í tilkynningu félagsins.

Þar er greint frá því að framtíðin verði rædd í lok vikunnar eins og hefur staðið til í langan tíma.

Tilkynning Gróttu:

Undanfarna daga hefur mikil umræða skapast um afrek meistaraflokks karla í knattspyrnu, þegar liðið sigraði Inkasso-deildina 2019 og tryggði sér sæti meðal þeirra bestu í Pepsi Max-deildinni í fyrsta sinn í sögu Gróttu.

Það er nýtt fyrir knattspyrnudeild Gróttu að vera í hringiðu slíkrar umræðu, sem á sér margar hliðar. Þannig hefur til dæmis verið töluvert skrafað um framtíð okkar ástsæla aðalþjálfara, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Í tilefni af þessari umræðu viljum við árétta við Gróttufólk og alla aðra sem hafa sýnt okkur velvild og fylgst með okkur, að leikmenn og þjálfarar eru í verðskulduðu fríi um þessar mundir. Ekkert hefur breyst í þeirra málum gagnvart félaginu síðustu daga. Til hefur staðið að stjórn og þjálfarar hittist og ræði framtíðina í lok vikunnar. Þetta stendur óbreytt.

Við erum óendanlega stolt af drengjunum í liðinu, þakklát fyrir einstakt framlag þjálfara þess og hlökkum til að takast á við þær áskoranir sem bíða félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið
433Sport
Í gær

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Í gær

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Í gær

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið

‘Niðurlægðu’ stjörnuna í færslu á samskiptamiðlum – Bað aftur um meiri tíma en fékk tusku í andlitið
433Sport
Í gær

Valur komið í næstu umferð

Valur komið í næstu umferð