Wolves í ensku úrvalsdeildinni ætlar að reyna að fá fyrrum undrabarnið Martin Odegaard til sín í janúar.
Frá þessu er greint í kvöld en Odegaard er samningsbundinn Real Madrid og er í láni hjá Real Sociedad.
Odegaard vakti fyrst athygli sem 15 ára gamall strákur hjá Stromsgodset og var keyptur til Real í kjölfarið.
Ferill Odegaard hefur verið á niðurleið síðustu ár en hann hefur verið lánaður annað þar sem misvel hefur gengið.
Norðmaðurinn hefur þó byrjað mjög vel hjá Sociedad og vill Wolves kaupa hann á 20 milljónir punda.
Odegaard er enn aðeins 20 ára gamall og er talið að Real sé reiðubúið að hlusta á tilboð.