Jorge Anro situr í stjórn Boca Juniors í Argentínu og segir hann að félagið geti fengið Zlatan Ibrahimovic til sín.
Zlatan hefur verið orðaður við Boca undanfarið en Mino Raiola, umboðsmaður hans, þvertók fyrir þær sögusagnir að hann væri á förum frá LA Galaxy.
Samkvæmt Anro þá vill Zlatan þó fara til Argentínu þegar MLS-deildin í Bandaríkjunum klárast.
,,Það er rétt að Ibrahimovic vill spila fyrir Boca og að við séum í stöðu til að fá hann inn,“ sagði Anro.
,,Félagið er í mjög góðri stöðu svo við höfum efni á þessu fjárhagslega. Við getum borgað samning Zlatan.“