Það er ljóst að leikmenn Vals munu sakna þjálfarans Ólafs Jóhannessonar sem hefur yfirgefið félagið.
Valur ákvað að framlengja ekki samning Ólafs sem hefur undanfarin fimm ár þjálfað meistaraflokk karla.
Undir leiðsögn Ólafs unnu Valsmenn fjóra titla og voru á meðal annars Íslandsmeistarar tvö ár í röð.
Þeir Haukur Páll Sigurðsson og Sigurður Egill Lárusson tjáðu sig um Óla Jó á Twitter-síðum sínum.
Þeir hafa kynnst því vel að vinna með þjálfaranum og verður hans sárt saknað miðað við þeirra kveðjur.
Sigurður segir á meðal annars að Óli sé besti þjálfari sem hann hefur kynnst á ferlinum.
Mesti kóngur og besti þjálfari sem ég hef kynnst ? Takk fyrir allt! pic.twitter.com/FCqCsOVik6
— Sigurður E. Lárusson (@siggilar) 28 September 2019
Þvílíkur kóngur sem þessi maður er, leiðinlegt að fá ekki að vinna ennþà með honum. Takk fyrir allt #kingÓliJó pic.twitter.com/dQnOUTmnRM
— Haukur Páll (@PalliDidda) 28 September 2019