Alexis Sanchez, leikmaður Inter Milan, talar við aðeins einn fyrrum félaga sinn hjá Manchester United.
Frá þessu greina ítalskir miðlar en Sanchez skrifaði undir samning við Inter í sumar.
Sóknarmaðurinn gerði eins árs langan lánssamning við Inter og kemur til félagsins frá United.
Sanchez gat ekkert hjá United eftir að hafa komið til félagsins frá Arsenal í byrjun síðasta árs.
Samkvæmt fregnum talar Sanchez aðeins við Chris Smalling eftir brottförina en þeir náðu ágætlega saman.
Sanchez er góðvinur Romelu Lukaku sem samdi einnig við Inter í sumar og var keyptur frá United.
Fyrir utan Smalling þá talar Sanchez við engan leikmann United en sá síðarnefndi var lánaður til Roma í sumar.