Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, viðurkennir að hann sé orðinn pirraður á stöðu sinni hjá félaginu.
Pulisic kom til Chelsea frá Dortmund í sumar en félagið hafði þó tryggt sér hans þjónustu í janúar.
Bandaríkjamaðurinn fær lítið að spila þessa stundina og kom ekkert við sögu í 2-0 sigri á Brighton í gær.
,,Ég vil spila eins margar mínútur og mögulegt er, það er mitt markmið,“ sagði Pulisic.
,,Ég vil fá að vera á vellinum. Þetta er erfitt fyrir mig þessa stundina. Ég verð bara að halda áfram og læra.“
,,Ég verð að leggja mig fram og reyna að sanna það að ég eigi heima hérna.“