Emilio Alvarez, einn besti vinur David de Gea, hefur yfirgefið Manchester United á Englandi.
Þetta var staðfest í gær en Alvarez er markmannsþjálfari og starfaði með De Gea hjá United í þrjú ár.
Ekki nóg með það heldur þá voru þeir saman hjá Atletico Madrid þegar De Gea var markvörður þar.
Alvarez er 46 ára gamall en hann hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir komu Richart Hartis sem er nú aðal markmannsþjálfari United.
De Gea var sjálfur að skrifa undir nýjan samning við félagið og er því ekki á förum.