Það vakti athygli í gær þegar Chelsea fékk vítaspyrnu í leik gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni.
Brotið var á Mason Mount í stöðunni 1-0 fyrir Chelsea og skoraði Jorginho örugglega af punktinum.
Flestir bjuggust við að Ross Barkley myndi taka vítið en hann er víst vítaskytta liðsins.
Frank Lampard, stjóri Chelsea, sagði nákvæmlega það eftir vítaspyrnuklúður Barkley gegn Valencia.
Barkley sagðist svo sjálfur vera spyrnumaður liðsins og að hann myndi taka öll vítin ef hann væri inná.
Það virðist hins vegar hafa verið lygi en þeir Pedro og Jorginho hafa tekið síðustu tvær spyrnur Chelsea.
,,Jorginho er vítaskyttan okkar, fleira var það ekki. Hann er einn af okkar leiðtogum,“ sagði Lampard eftir 2-0 sigurinn í gær.