Rhian Brewster, leikmaður Liverpool, hefur svarað fyrir mynd sem birtist á samskiptamiðla.
Þar má sjá Brewster í treyju West Ham en hann er þar ásamt Steven Gerrard, goðsögn Liverpool.
Brewster neitar því að hann sé stuðningsmaður West Ham og var aðeins á reynslu hjá félaginu.
,,Þetta var þegar ég var yngri, ég var sex eða sjö ára gamall,“ sagði Brewster við Mirror.
,,Ég var á reynslu hjá West Ham og fór á leik. Þetta var West Ham gegn Liverpool og augljóslega fékk ég mynd með honum.“
,,Bara til að bæta því við þá er ég ekki stuðningsmaður West Ham, ég veit ekki hvaðan það kom.“
,,Ég hef alltaf stefnt að því að verða fótboltamaður og þetta var Gerrard! Hver vissi að ég myndi spila fyrir Liverpool einn daginn.“