Atletico Madrid 0-0 Real Madrid
Það eru örugglega einhverjir sem vilja fá endurgreitt eftir að hafa séð stórleik kvöldsins á Spáni.
Atletico Madrid fékk Real Madrid í heimsókn í grannaslag en leikurinn var alls ekki frábær.
Stuðningsmenn fengu engin mörk í viðureign sem endaði með markalausu jafntefli.
Real átti fleiri marktækifæri í leiknum en það vantaði þó töluvert upp á hjá báðum liðum.