Heimir Guðjónsson verður kynntur sem nýr þjálfari Vals í Pepsi Max-deild karla á næstu dögum.
Þetta herma öruggar heimildir 433.is en Heimir hefur undanfarin ár starfað hjá HB í Færeyjum.
Heimir vann deildarmeistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili þar og vann HB bikarinn á þessu tímabili.
Heimir náði stórkostlegum árangri með FH áður en hann hélt út og er nú á heimleið.
Heimir tekur við af Ólafi Jóhannessyni en Valur hefur staðfest að samningur hans verði ekki framlengdur.
Gengi Vals var erfitt í sumar en liðið hafði áður unnið tvo deildarmeistaratitla í röð.