Everton 1-3 Manchester City
0-1 Gabriel Jesus(24′)
1-1 Dominic Calvert-Lewin(33′)
1-2 Riyad Mahrez(71′)
1-3 Raheem Sterling(85′)
Síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Everton og Manchester City áttust við.
Það var fjör á Goodison Park en Gabriel Jesus kom City yfir á 24. mínútu áður en Dominic Calvert Lewin jafnaði fyrir heimamenn.
Staðan var 1-1 í hálfleik en á 71. mínútu skoraði Riyad Mahrez laglegt aukaspyrnumark fyrir City.
Raheem Sterling kláraði svo leikinn endanlega fyrir City undir lokin og lokastaðan, 3-1.
Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og lék allan leikinn.