KR er Íslandsmeistari karla árið 2019 en liðið tryggði sér titilinn fyrir tveimur umferðum síðan.
KR spilaði sinn síðasta leik í dag er liðið vann afar sterkan 2-1 sigur á Blikum í Kópavogi.
Stórveldið jafnaði eigið stigamet þetta sumarið en liðið endar með 52 stig á toppi deildarinnar.
KR setti einnig annað met en liðið vann deildina með 14 stiga forskot sem hefur ekki gerst í 12 liða deild.
Ljóst er að framtíðin er björt í Vesturbænum en KR var að vinna sinn 27. meistaratitil.
KR að klára mótið með 52 stig. Jafna eigið met. KR með 14 stiga forskot sem er líka met í 12 liða deild ?áfram KR. #allirsemeinn
— Höskuldur Schram (@Hoskuldurschram) 28 September 2019