Það er ljóst að FH mun spila í Evrópukeppni á næsta tímabili eftir leik við Grindavík í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla.
Steven Lennon gerði tvennu í öruggum 3-0 sigri FH sem endar tímabilið í þriðja sætinu.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH lagði skóna á hilluna eftir leikinn og Atli Guðnason gæti gert það sama.
Atli er samningslaus og ætlar að nota næstu vikur og mánuði til að hugsa sitt mál, hann útilokar ekki að hætta.
Atli er 35 ára gamall en hefur spilað stórt hlutverk hjá FH í sumar og gæti tekið eitt ár til viðbótar.