Það er ljóst að FH mun spila í Evrópukeppni á næsta tímabili eftir leik við Grindavík í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla.
Steven Lennon gerði tvennu í öruggum 3-0 sigri FH sem endar tímabilið í þriðja sætinu.
Stjarnan gerði sitt og vann ÍBV á sama tíma en það dugði því miður ekki til. Stjarnan vann 3-2 heimasigur og endar í fjórða sæti.
Meistarar KR jöfnuðu stigamet deildarinnar á sama tíma eftir 2-1 sigur á Blikum í Kópavogi.
KR endar tímabilið með 52 stig á toppi deildarinnar og tókst þar með að jafna stigametið.
ÍA fékk alvöru skell á Akranesi gegn Víkingi Reykjavík. Víkingar enda tímabilið á mögnuðum 5-1 sigri.
Hér má sjá úrslit dagsins.
Breiðablik 1-2 KR
0-1 Kennie Chopart(24′)
0-2 Kristján Flóki Finnbogason(26′)
1-2 Thomas Mikkelsen(90′)
Stjarnan 3-2 ÍBV
1-0 Alex Þór Hauksson(39′)
1-1 Gary Martin(64′)
2-1 Sölvi Snær Guðbjargarson(74′)
3-1 Guðjón Baldvinsson(84′)
3-2 Gary Martin(víti, )
FH 3-0 Grindavík
1-0 Steven Lennon(16′)
2-0 Steven Lennon(víti, 50′)
3-0 Morten Beck(60′)
Valur 2-0 HK
1-0 Andri Adolphsson(17′)
2-0 Patrick Pedersen(45′)
ÍA 1-5 Víkingur R.
1-0 Bjarki Steinn Bjarkason(13′)
1-1 Örvar Eggertsson(16′)
1-2 Kwame Quee(23′)
1-3 Óttar Magnús Karlsson(56′)
1-4 Kwame Quee(76′)
1-5 Ágúst Eðvald Hlynsson(90′)
KA 4-2 Fylkir
0-1 Ólafur Ingi Skúlason(1′)
1-1 Elfar Árni Aðalsteinsson(víti, 15′)
2-1 Elfar Árni Aðalsteinsson(27′)
3-1 Andri Fannar Stefánsson(63′)
3-2 Geoffrey Castillion(80′)
4-2 4-2 Elfar Árni Aðalsteinsson(90′)