Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg fengu alvöru skell í þýsku úrvalsdeildinni í dag.
Alfreð er mættur aftur eftir meiðsli en hefur enn ekki tekist að skora síðan hann sneri til baka.
Alfreð byrjaði leikinn fyrir Augsburg á heimavelli en var tekinn af velli á 68. mínútu leiksins.
Bayer Leverkusen hafði örugglega betur 3-0 gegn Augsburg og var að vinna sinn þriðja leik á tímabilinu.
Augsburg er í vandræðum eftir sex leiki en liðið er aðeins með fimm stig.