Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fá erfitt verkefni í dag gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi hefur sjálfur verið gagnrýndur á tímabilinu en Everton hefur ekki þótt vera sannfærandi.
Okkar maður er einn af þeim sem hefur fengið mestu gagnrýnina en Gylfi heldur þó ró sinni.
Gylfi minnir fólk á það að hann hafi byrjað hægt á síðustu leiktíð en komst svo í gang.
,,Ég byrjaði hægt á síðustu leiktíð en svo fóru hlutirnir að ganga og ég vona að það gerist aftur,“ sagði Gylfi.
,,Það er mikilvægt að sýna þolinmæði. Ég reyni að skora en ef ég get skapað mörk fyrir aðra þá er það frábært.“