Antonio Conte, stjóri Inter Milan, lofar að hjálpa Alexis Sanchez sem kom til félagsins frá Manchester United í sumar.
Sanchez hefur nánast ekkert spilað síðan hann kom til félagsins en sóknarmaðurinn hefur ekki verið upp á sitt besta síðustu tvö ár.
,,Það er undir okkur komið að hjálpa honum að finna sitt gamla form og þá snilli sem hann hefur aðeins tapað,“ sagði Conte.
,,Alexis er knattspyrnumaður með ákveðna eiginleika. Hann er harður í horn að taka og bráðlega fáiði að sjá hann á vellinum.“
,,Við getum öll bætt okkur. Fyrir suma er það auðveldara en aðra þá er það erfiðara.“