Japanska goðsögnin Keisuke Honda er að leitast eftir því að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn.
Honda er nafn sem flestir kannast við en hann gerði garðinn frægan með CSKA Moskvu og AC Milan.
Honda hefur undanfarið verið að þjálfa landslið Kambódíu en hann er 33 ára gamall og er því á ágætis aldri.
Japaninn spilaði síðast fyrir Melbourne Victory í Ástralíu þar sem hann skoraði sjö mörk í 20 leikjum.
Honda virðist vera aðdáandi Manchester United en hann hefur áhuga á að spila fyrir félagið.
Honda er tilbúinn að spila launalaust fyrir United en hann sendi félaginu skilaboð á Twitter.
Give me an offer. I don’t need money but I need to play with great team and great team mate! @ManUtd @ManUtd_JP
— KeisukeHonda(本田圭佑) (@kskgroup2017) 27 September 2019